Innskráning í Karellen
news

9 ára börn heimsækja Öskju

22. 05. 2019

9 ára börn í Barnaskólanum hafa verið að koma í heimsókn í Öskju í valtímanum sínum. Það hefur vakið mikla lukku bæði hjá 9 ára börnum og Öskjubörnum en þau eldri hafa verið að aðstoða þau yngri í leik, hjálpað þeim í frágangi og verið með í samverustundum þar sem þau hafa sagt sögur eða kennt okkur ný lög. Mörg af 9 ára börnunum voru einu sinni nemendur í Öskju og hafa því verið að rekast á gömlu kennarana sína í þessum heimsóknum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Kata var fyrsti kennarinn hennar Svövu þegar hún byrjaði í Öskju á sínum tíma og fékk svo að aðstoða Kötu með hópinn þegar hún kom í heimsókn í síðustu viku. Ótrúlega skemmtileg samvinna Öskju og Barnaskólans.

© 2016 - Karellen