news

Göngutúr í Öskjuhlíð

22. 03. 2019

Hópatímar í Öskju eru bæði inni og úti. Í útihópatíma er tilvalið að skella sér í göngutúr í Öskjuhlíðina. Það er ekki amalegt að vera komin í heilan ævintýraskóg bara nokkur skref frá leikskólanum, geta tyllt sér og fengið ávaxtabita eins og þessir drengir gerðu nýlega með kennaranum sínum. Í skóginum okkar er ýmislegt hægt að gera eins og að klifra í tjrám og á stórum steinum, rekast á kanínu, heyra fuglasöng, týna köngla og steina eða fara í þrautabraut.

© 2016 - Karellen