news

Skemmtileg tilbreyting

23. 05. 2019

Það er alltaf skemmtilegt að fá smá tilbreytingu í lífið og tilveruna. Veðrið hefur aldeilis leikið við okkur hér í Öskjuhlíðinni undanfarið og drengir og kennarar á Gula kjarna nýttu tækifærið og skelltu sér út að borða í hádeginu í dag. Drengirnir nutu matarins í verðurblíðunni, enda ekki annað hægt því maturinn frá Tristan og Rung í eldhúsinu okkar er himneskur. Í dag voru Thai núðlur á boðstólnum og hæg heimatökin því hún Rung okkar er frá Tælandi. Við trúum því að það komi heimsins bestu núðlur úr eldhúsinu í Öskjuhlíð.

© 2016 - Karellen