news

Útskrift elstu barnanna í Öskju

28. 05. 2019

Í gær, 27. maí, var formleg útskrift elstu barnanna í Öskju en þau hefja nám á fimm ára kjarna í Barnaskólanum í haust. Börnin sungu tvö lög fyrir foreldra sína úti í veðurblíðunni, Vikivaka og Three little birds með gítarundirleik Siggu okkar söngfundastýru og vöktu náttúrulega mikla lukku. Gott ef voru ekki nokkur tárvot augu á meðal áhorfenda. Börnin fengu svo útskriftarmöppurnar sínar afhendar, kveðjustein og litla birkiplöntu til að gróðursetja þar sem þau vilja. Sólin skein og þetta var yndislega falleg stund.


© 2016 - Karellen