news

Vettlingaáskrift

16. 10. 2019

Við erum að hefja okkar annað ár þar sem við bjóðum upp á vettlingaáskrift fyrir börnin okkar. Börnin fá alltaf hreina vettlinga fyrir útiveru og geta náð sér í þurra vettlinga ef vettlingarnir eru blautir úti. Við auglýstum í fyrravetur eftir prjónurum til að prjóna fyrir okkur og fengum afar góðar undirtektir. Til okkar streymdu vettlingar og við erum himinsæl því þetta einfaldar lífið í leikskólanum töluvert og foreldrum líka sem þurfa ekkert að hugsa um vettlingamál, sem sagt fyrir okkur öll.

Við getum eiginlega ekki skrifað vettlingafétt án þess að minnast á hana Gerði okkar, ömmu hér í Öskju sem hefur nú prjónað yfir 100 vettlingapör fyrir okkur. Frábært eða frábært?


© 2016 - Karellen