Innskráning í Karellen
news

Agalota

10. 09. 2020

Nú er agalotan í fullum gangi hjá okkur en Hjallastefnan byggir skólaárið upp á sex lotum sem eru allar hluti af því sem við köllum kynjanámskrá Hjallastefnunnar og er í raun okkar viðbót við Aðalnámskrá leikskóla.

Agalotan er fyrsta lotan þar sem jákvæður agi er í hávegum hafður og starfið rammað inn fyrir veturinn. Lykilhugtök lotunnar eru: virðing, hegðun, kurteisi, framkoma. Jákvæður agi skipar rósemd og streitulaust umhverfi þar sem við getum öll notið okkar.

Röð, regla og rútína er í fyrirrúmi í öllu okkar starfi. Það að börnin viti til hvers er ætlast af þeim, hvar við erum stödd í dagskránni okkar, hvar þeirra sæti er á samverumottu eða við matarborðið og hvar þeirra staður er í röðinni verður til þess að þau finna öryggið sitt og ná slaka í deginum sem er dýrmætt og gefur ákveðna ró. Til dæmis hefjum við alla hópatíma á því að koma saman í hring og syngja saman sérstakt hópatímalag, þannig vita börnin hvar þau eru stödd í deginum og að nú taki við tími þar sem kennarinn stjórnar leiknum eða æfingunum.

© 2016 - Karellen