Innskráning í Karellen
news

Diskó og gleði

05. 02. 2021

Í dag lauk gleðiviku hjá okkur en það er síðasta vika jákvæðnilotunnar. Jákvæðnilota er upphaf nýrrar annar og er frábært að slá jákvæðan takt inn í skólastaf vorannarinnar. Við iðkum vitaskuld jákvæðni allt skólaárið en í þessari fyrstu lotu nýs árs setjum við sérstakan fókus á jákvæðni og æfum okkur gagngert í jákvæðni með ýmsum hætti.

Til að klára gleðivikuna okkar héldum við uppskeruhátíð með alvöru diskóteki þar sem gleðin var heldur betur við völd. Við skreyttum miðrýmið okkar með skrautlegum fánum og ljósum og einn kennarinn okkar sem er líka DJ sá um að þeyta skífurnar. Það má með sanni segja að bæði börn og kennarar hafi verið í essinu sínu þar sem við dönsuðum okkur saman inn í helgina.© 2016 - Karellen