Innskráning í Karellen
news

Drengir og frábærlega framúrskarandi konur

17. 09. 2020

Guli kjarni er þessa dagana að vinna frábært verkefni upp úr bókinni Frábærlega framúrskarandi konur sem breyttu heiminum. Þeir hafa verið að læra um Rosu Parks, Amelia Earhart, Jane Austen, Marie Curie og fleiri kraftmiklar baráttukonur. Þetta verkefni er hluti af okkar Hjallísku uppbótarvinnu. En uppbótarvinnan er eitt aðalmarkmiðið með kynjaskiptingunni hjá okkur og snýst um æfingu sem við sköpum fyrir börnin á hverjum degi og sköpum aðstæður þar sem stúlkur og drengir fá tækifæri til að æfa sig í mismunandi verkefnum sem samfélagið eignar gjarnan hinu kyninu en einnig að sýna margbreytileikann innan kynjanna og þannig brjóta niður þessar staðalímyndir með það að markmiði að hugmyndir eins og „stelpulegt" og „strákalegt" nái utan um hvað sem stelpu eða strák dettur í hug að gera.


© 2016 - Karellen