Innskráning í Karellen

Haustið 2018 fórum við af stað með vettlingaáskrift sem felur það í sér að skólinn skaffar vettlinga á börnin og foreldrar borga vægt gjald á önn. Eftir foreldrakönnun í byrjun árs 2018 var ákveðið að skólavettlingar væri eitt af umbótarverkefnum fyrir næsta skólaár. Við auglýstum eftir prjónurum í foreldrahópnum og fengum til liðs við okkur nokkra frábæra prjóanara sem prjónuðu í allt sumar. Þegar við hófum nýtt skólaár, haustið 2018, var hér allt fulllt af vettlingum fyrir börnin.

Þessi hugmynd hefur sannað sig sem snilldarhugmynd og allir vinna. Foreldrar segja til dæmis hvað það er gott að hafa ekki áhyggjur af því að barnið sé með vettlinga með sér, þeir fá ekki skítuga vettlinga heim, börnin týna ekki vettlingum sem er snilld. Börnin eru í vettlingum sem eru þægilegir, hlýjir og við teljum okkur vita hvað hentar þeim best í barnastarfinu. Fyrir okkur kennarana hefur þetta verið ofurjákvætt tekið t.d. út þau samskipti sem eiga sér stað þegar vettlingar finnast ekki, líka er notalegt að hugsa um vettlingana fyrir börnin, þau fá hreina út og setja óhreina í sér fötu þegar þau koma inn. Öll börn hafa vettlinga alltaf sem er yndislegt.

© 2016 - Karellen