Innskráning í Karellen
news

Öskju öskudagur

17. 02. 2021

Það var heldur betur skemmtilegt að taka á móti börnum í Öskju í morgun. Þar mætti fjölbreyttur hópur af dýrum og alls konar persónum og öll voru þau svo ánægð með sig í þessum nýju hlutverkum. Kennarar tóku líka virkan þátt í búningagleðinni en það er hluti af því sem við leggjum áherslu á í okkar starfi að kennarar séu virkir þátttakendur í þeim verkefnum sem lögð er fyrir hverju sinni því ef við kennararnir höfum gaman af því sem við erum að gera, þá hafa börnin það líka.


© 2016 - Karellen